510 7900
Brekkugata 24
210 Garðabær
VERÐ: 54.900.000
VERÐ: 54.900.000
LÝSING

Lind fasteignasala kynnir í sölu vel skipulagt parhús í byggingu að Brekkugötu 24 í Urriðaholti, Garðabæ.
Um er að ræða 200,8 fm staðsteypt hús á tveimur hæðum, þar af er innbyggður bílskúr 27 fm.
Húsið afhendist á byggingarstigi 4 - Fokheld bygging að innan en fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð. 

Afhendingartími er í apríl 2019.
Sæmkvæmt teikninigum skiptist eignin í
:  forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, sjónvarpsherbergi,
hjónasvítu með fataherbergi, tvö barnaherbergi (auðvelt að bæta við því þriðja),
tvö baðherbergi, þvottahús, bílskúr og geymslu.

Upplýsingar veitir Bryndís Bára í síma 616-8985 eða 
[email protected]


Skipulag skv. teikningum:
Aðkomuhæð: Aðalinngangur er á jarðhæð. Inngengt er í bílskúr frá forstofu, inn af forstofu er geymsla. 
Á neðri hæð eru tvö rúmgóð svefnherbergi ásamt baðherbergi og þvottahúsi. 
Steyptur stigi á milli hæða. 
Efri hæð: Þegar komið er upp á efri hæðina tekur við stórt og bjart alrými með aukinni lofthæð og stórum gluggum. Eldhús og borðstofa í samliggjandi rými.
Gert er ráð fyrir L laga innréttingu í eldhúsi og eldunareyju.
Frá borðstofu er gengið út á 50 fm skjólgóða suður timbur verönd á pöllum með glerhandrið á suðurhlið.
Sjónvarpshol / fjölskyldurými skráð 31 fm þar sem útgengt er út á svalir með útsýni. 
Hjónaherbergissvíta skráð 20 fm með fataherbergi. 
Lóð: Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð og sorpskýli fyrir 3 sorpílát. 

BYGGINGARLÝSING:
Húsið er staðsteypt á tveimur hæðum. Burðarvirki hússins er steinsteypt með hefðbundnum hætti.
Útveggir eru filteraðir að utan og málaðir og múraðir á rappnet að innan.
Þakvirkið er úr timbri, sperrum, burðarbitum með borðakl . 
Sökklar, botnplata, útveggir, berandi innveggir, milligólf og þakplata eru staðsteypt með járnbentri steinsteypu.
Sökklar eru einangraðir með 100 mm. plasteinangrun.
Botnplata er einangruð með 100 mm. plasteinangrun.
Útveggir eru einangraðir með með 125 mm plasteinangrun að innanverðu.
Þakvirkin er einangruð með 225 mm þakull. 
Gluggar eru málaðir ísteyptir álklæddir timburgluggar, gráir að utan hvítir að innan, með ál undirlistum, hurðir og opnanleg fög eru úr áli.
Bílskúrshurð er panelfellihurð hvít að lit. 
Handriði á svölum eru úr öryggisgleri.
Hönnuður er Kristinn Ragnarsson arkitekt hjá KRark efh

Þetta er vel skipulagt fjölskylduhús á frábærum stað í sunnanverðu Urriðaholti. Hverfið er í bland sérbýli og fjölbýli.
Skóli, leikskóli, Íþróttasvæði, íþróttahús og almennings sundlaug er í 350 metra fjarlægð frá Brekkugötu.
Upplýsingar um hverfið er að finna hér: http://www.urridaholt.is

Skilalýsingu, söluyfirlit og teikningar veitir:
Bryndís Bára nemi til löggildingar fasteignasala í síma 616-8985 
eða á netfanginu [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900.- með vsk. 

 

HAFA SAMBAND
Skilaboð hafa verið send.
Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.

Senda á vin
Skilaboð hafa verið send.