Opið hús verður sunnudaginn 19 júní frá kl 14:00 - 15:00. Verið velkomin.
Það þarf að hringja í mig við hliðið hjá Stekkjarlundi svo ég geti opnað fyrir ykkur, í síma 7763848.
Lind fasteignasala ehf og Gunnar Vilhelmsson lgf. kynna eignina Krummastekkur 2, 806 Selfoss, fallegan og vel staðsettan sumarbústað á eignarlóð í Landi Miðfells á Þingvöllum í skjólgóðu og grónu umhverfi.Bústaðurinn sem um ræðir stendur á 1610 fm eignarlandi og er í landi Miðfells á Þingvöllum. Húsið er 36 fm að grunnfleti ásamt tveimur herbergjum á efri hæð. Á lóðinni er einnig góður 10,9 fm geymsluskúr sem væri hægt að breyta í gestahús. Í húsinu er rafmagn og er það kynnt með rafmagni eða með kamínu. Vatnsveita er í eigu Rekstrafélags Stekkjalunds. Vatnsveitan er frostfrí.
NÁNARI LÝSING: Komið er inn í alrými þar sem er eldhús, stofa og baðherbergi. Í borðstofu er kamína og er eldhús með gaseldavél. Baðherbergi er með sturtu, salerni og vaski. Parket er á gólfum í stofu, borðstofu og eldhúsi.
Á efri hæð sem ekki er skráð í fermetra fjölda hússins eru tvö svefnherbergi og parket á gólfi.
Timburpallur er hringinn í kring um bústaðinn. Það er ca 3 mín gangur að vatninu, þar er hægt að vera með bát og er einnig hægt að veiða.
LÓÐIN: Aðkoma að bústaðnum er mjög góð. Lóðin er í góðri rækt og er mikill trjágróður, en einnig er góð flöt. Aðkoman inn á svæðið er lokuð fyrir utanðkomandi umferð og er mjög gott rafmagnshlið sem opnað er með gsm símum.
Félagsgjöld fyrir svæðið sem innihalda vatnið, hliðið og veiði í vatninu er 25.000,- kr á ári.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Vilhelmsson , í síma 7763848, tölvupóstur [email protected]-----------------------------------------------------------------------Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.3. Lántökugjald lánastofnunar4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.